Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Pólitík’ Category

Sanna

Sanna MagdalenaÞeir buðu þér sæti við borðið hjá sér

að bjóða þér léttari hlekki

og lýðurinn gerði lítið úr þér

er þú lést sem þú heyrðir það ekki.

 

En þú komst ekki puntuð með pennastöng

að pára einhver falleg orð.

Þú mættir með öxi, mjó og svöng,

að mölva þetta helvítis borð.

Read Full Post »

Guðspjall: Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda gætir hann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. Ég á líka aðra sauði sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir. (Jóh 10.11-16)

Bernhard_Plockhorst_-_Good_ShephardNáð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Í dag sjáum við eina þekktustu og um leið geðfelldustu myndina af Jesú Kristi. Myndina af góða hirðinum. Myndin var þekkt í trúararfi gyðinga, eins og við heyrðum af lexíunni úr Spádómsbók Esekíels, þar sem Guð líkir sér í orðum spámannsins við góðan hirði sem heldur hjörð sinni til beitar í góðu haglendi. Jesús heldur áfram með þetta myndmál, en gengur lengra. Hann bókstaflega leggur lífið í sölurnar fyrir sauði sína. Hann er ekki leigður til að gæta hjarðarinnar heldur erum við hans hjörð.

Köllun hirðisins

Almennt er talið að hirðarnir sem flýja og yfirgefa sauðina þegar hætta steðjar að, sem Jesús nefnir í þessari ræðu, tákni faríseana en kannski ekki síður falsspámennina sem vaðið höfðu uppi á landsvæðinu með ýmiss konar boðskap, en létu sig sumir hverjir hverfa þegar þeim var ekki lengur vært vegna ofsókna stjórnvalda. Jesús var ekki af því tagi. Hann gætti hjarðar sinnar uns það kostaði hann lífið.

Þannig getur Jesús verið okkur fyrirmynd um það hvað í hugrekki felst. Honum stóð til boða að láta sig hverfa og fara huldu höfði eftir að honum var ljóst hvert stefndi. Hann þekkti óttann. Í grasagarðinum áður en hann var handtekinn lá hann á bæn og bað Guð að taka frá sér kaleik þennan. (Lúk 22.42) En um leið var hann reiðubúinn til að drekka hann í botn ef til þess kæmi. Hann var ekki þræll ótta síns.

Við getum hugleitt um stund hvernig sagan hefði orðið öðruvísi ef Jesús hefði stungið af, flúið frá öllu saman til að bjarga lífi sínu. Óvíst er að Rómverjarnir hefðu haft uppi á honum. Þeir voru ekki betur að sér um útlit hans en svo að þeir þurftu að biðja Júdas að benda sér á hann. Honum hefði verið í lófa lagið að láta sig hverfa inn í fjöldann og sleppa tiltölulega óskaddaður frá ævintýrinu. Hann hefði síðar getað sagt barnabörnunum æsilegar sögur frá því þegar hann var spámaður í Jerúsalem og Rómverjarnir reyndu að góma hann og með hvaða klækjum og lymskubrögðum hann lék á þá.

Og þannig hefði hann ónýtt allt starf sitt. Allt sem hann starfaði og barðist fyrir hefði orðið einskis vert og við hefðum sennilega aldrei heyrt hans getið, ekki frekar en Þevdasar eða Júdasar frá Galíleu sem líklega voru einhverjir lukkuriddarar sem fóru mikinn áður en Jesús kom fram og við vitum aðeins að voru til vegna þess að þeir eru nefndir í ræðu Gamalíels fyrir æðstaráðinu í 5. kafla Postulasögunnar.

Við værum ekki hér ef ekki hefði verið fyrir hugrekki Jesú frá Nasaret að fylgja því, sem hann stóð fyrir, upp á krossinn.

Fyrir hvað stöndum við? Hverju erum við reiðubúin til að fórna fyrir það? Þegjum við ef við eigum á hættu að kalla yfir okkur óþægindi með því að segja það sem við vitum vera sannleikann? Ég er ekki að tala um krossfestingu, bara eitthvað eins og skítkast í athugasemdakerfum netmiðla, svívirðingar á facebook, óþægileg símtöl heim til manns frá fólki í lélegu jafnvægi. Í versta falli hættu á fjárhagstjóni eða jafnvel atvinnumissi.

Er það þess virði?

Hin sauðabyrgin

Jesús segir okkur líka í guðspjalli dagsins að hann eigi fleiri sauðabyrgi en þetta og að þar séu líka hans sauðir. Við gætum staldrað aðeins við hér og velt því fyrir okkur hvert okkar sauðabyrgi sé. Er það Laugarneskirkja og hin sauðabyrgin þá aðrar kirkjur? Er sauðabyrgið Þjóðkirkjan, jafnvel hin kristna kirkja eins og hún leggur sig og hin sauðabyrgin þeir sem ekki tilheyra henni? Er sauðabyrgið okkar kannski þessa eyja hér á mörkum hins byggilega heims?

Þekkjum við sauðina úr hinum sauðabyrgjunum frá úlfunum? Því við skulum ekkert ganga þess dulin að úlfarnir eru á meðal okkar, þeir sem það vakir fyrir að tvístra hjörðinni, spilla sannleikanum, skjóta okkur skelk í bringu. Þagga niður í okkur þegar sannleikurinn brennur á tungu okkar. Eða það sem er enn betra fyrir þá: Valda okkur svo miklum óþægindum þegar við segjum sannleikann að við þöggum niður í okkur sjálf af ótta við þá og vinnum þannig vinnuna þeirra fyrir þá: Að þagga niður í okkur.

Því þeir þurfa ekki stuðning okkar við að tvístra hjörðinni og snúa sannleikanum á hvolf. Þeim nægir þögn okkar.

Verkfæri sannleikans

Það getur verið erfitt að þekkja aðra sauði frá úlfum, einkum og sér í lagi úlfum sem eru í sauðagærum.

Til þess höfum við enga aðra aðferð en sannleikann; grundvallarsannindi kristinnar trúar. Leiðarljósið í siðferðilegri breytni sem Jesús skildi eftir handa okkur: Að elska Guð og náungann. Ekki bara náungann sem er okkur að skapi; náungann sem deilir með okkur uppruna og trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum og þar fram eftir götunum.

Að allt sem við viljum að aðrir menn geri okkur beri okkur að gera þeim. Ekki aðrir kristnir menn, aðrir hvítir menn, karlmenn eða kvenmenn, vinstri menn eða hægri menn. Nei, aðrir menn.

En kannski fyrst og fremst að það sem við gerum okkar minnstu bræðrum og systrum gerum við frelsara okkar. Okkar minnstu bræðrum og systrum; þeim sem veikasta stöðu hafa í samfélagi okkar, þeim sem ekki eru í neinni aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Þegar á þá er ráðist er það skylda kristins manns að koma þeim til varnar.

Spámaðurinn Jesaja brýnir okkur til að reka réttar munaðarleysingjans og verja mál ekkjunnar (Jes 1.17), sem er fólkið sem var í veikastri stöðu á hans dögum. Jesús segir sjálfur: „Útlendingur var ég og þér hýstuð mig.“ Og það eru einmitt útlendingar – flóttafólk og hælisleitendur – sem eru í veikastri stöðu á Íslandi í samtíma okkar.

Og ýlfrið berst okkur til eyrna um að við eigum ekki að taka við þessum landflótta heiðingjum, ekki að taka okkur miskunnsama Samverjann til eftirbreytni í siðferðilegum efnum, sem einmitt bjó um sár manns sem hann ekki deildi trúarbrögðum með og hjúkraði honum til heilsu. Og það þótt lokaorð þessarar dæmisögu Jesú séu beinlínis: „Far þú og gjör slíkt hið sama.“ (Lúk 10.37)

Aðferðafræði úlfsins

Hvernig er hægt að misskilja þetta? Hvernig er hægt að taka þetta og snúa þessu svona gjörsamlega á hvolf? Hvernig er hægt að skella svona fullkomlega skollaeyrum við sjálfu leiðarstefinu í öllu kristilegu hugarfari og breytni og telja sér samt trú um að maður sé kristin manneskja?

Alið er á tortryggni í garð þeirra sem við eigum að hlú að og hjúkra, hýsa og skýla, með því að spyrja hvað það kosti okkur. Rétt eins og ekki liggi fyrir sú borðleggjandi staðreynd að það kostar ekki krónu. Hver króna sem varið er í að veita fólki skjól og hæli á Íslandi og hjálpa því til að aðlagast íslensku samfélagi og verða hluti af því er fjárfesting í nýjum borgurum – nýjum, nýtum þjóðfélagsþegnum. Meðalflóttamaðurinn borgar þessa fjárhæð upp á örfáum árum með tekju- og neyslusköttum eftir að hann er orðinn virkur þátttakandi í íslensku samfélagi. Eftir það er hann farinn að skila hreinum hagnaði.

Þannig er flóttafólk í raun hagkvæmari borgarar en innfæddur Íslendingur sem kostaður er til manns úr sjóðum samneyslunnar fram á þrítugsaldur ef ekki lengur. Að ég tali nú ekki um ef hann ofaníkaupið kann einhverjar aðferðir til að láta samneysluna fjármagna stóran hluta af uppihaldi sínu og einkaneyslu … fram á sjötugsaldur.

Auðvitað er þetta samt ekki spurning um krónur og aura. Þetta er spurning um rétt og rangt. En jafnvel þeir sem ekki bera skynbragð á rétt og rangt heldur aðeins á krónur og aura ættu, ef þeir reikna dæmið, að komast að sömu niðurstöðu og hinir, sem einfaldlega trúa því að það sé skylda þeirra að koma kristilega fram við þá sem minnst mega sín, að skjóta skjólshúsi yfir þá sem hvergi eiga höfði að að halla, að bera hönd fyrir höfuð hinna varnarlausu, sem ekki geta gert það sjálfir, þegar að þeim er veist.

Á berangri

Við erum nefnilega ekki innilokuð í sauðabyrginu okkar, óhult og örugg. Við erum úti á akrinum og úlfarnir eru allt í kringum okkur. Þeir hættulegustu bregða yfir sig sauðagæru og blanda sér í hópinn til að geta hvíslað í eyru okkar að sauðirnir úr hinu sauðabyrginu séu úlfarnir sem okkur beri að óttast. Þetta eru þeir sem flagga kristnum gildum í málflutningi sem síðan er ekkert annað en gróf aðför að öllu sem talist getur kristilegt.

En góði hirðirinn er á meðal okkar. Hann er með okkur í orði sínu. Hann er með okkur í þeim grundvallarlífsgildum sem hann skildi eftir, sínum eilífa leiðarvísi inn í fyrirheitna landið þar sem réttlæti og friður ríkir; Guðsríkið mitt á meðal okkar.

En það krefst þess að við höfum hugrekki til að bjóða úlfunum byrginn. Að við linnum ekki andspyrnunni gegn skemmdarverkum þeirra á hinum kristna boðskap. Að við leynum ekki andúð okkar á því sem þeir hafa fram að færa. Að við ljáum ekki viðhorfum þeirra lögmæti með því að taka þau til greina sem umræðutæk.

Sumt á einfaldlega ekki að vera til umræðu.

Maður spyr ekki hvað það kosti að vera ekki illmenni. Maður spyr: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni?“ (Matt 16.26)

Berserksgangur lyginnar

Stundum er sagt að lygin komist hálfa leið í kringum hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Og víst er margt til í því. Við sjáum lygina fara mikla sigurför um heiminn um þessar mundir og vaxa fiskur um hrygg í löndum sem við höfum til þessa talið byggð siðuðum þjóðum. Þjóðernishyggja með tilheyrandi útlendingahatri og ógnum við borgaraleg réttindi, einkum hinsegin fólks og kvenna, er í örum vexti víðast hvar. Líka hér á Íslandi.

Það eru ekki bara útlenskir stjórnmálamenn sem farnir eru að tjá sig með hætti sem sent hefði kalt vatn á milli skinns og hörunds á öllu siðferðilega heilbrigðu fólki hefðu þau fallið á árunum fyrst eftir seinni heimstyrjöldina þegar heimsbyggðin var enn lömuð af hryllingi yfir voðaverkum nasista. Íslenskir stjórnmálamenn eru í auknum mæli farnir að tjá sig á þeim nótum. Þjóðernisöfgaflokkar eru við völd og sitja í ríkisstjórnum í mörgum löndum sem við eigum í nánum samskiptum við.

Ætlum við að þegja? Ætlum við að sætta okkur við þetta? Eða ætlum við að brýna raustina og hrópa sannleikann fullum hálsi upp í brimgný hatursorðræðunnar?

Hvað ef það kostar okkur vinsældir? Virðingu? Vinnuna?

Hvað erum við reiðubúin til að leggja í sölurnar?

Er kannski skynsamlegra að gefa sig óttanum á vald? Að lúta í lægra haldi fyrir múgsefjuninni og spila með?

Eða ætlum við að hafa hugrekki til að segja sannleikann og búa hann í orð sem ná í gegn um ýlfrið?

Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 15. apríl 2018

Read Full Post »

asmundurÉg fékk mér bíl og fór að bíla

og braska og díla.

Sú vegalengd var milljón og ein míla

sem eins og píla

án þess að hvíla

ég sagðist þurfa sjálfan flytja mig.

 

En einhver skratti fór að skvíla

og skítafýla

gaus upp og góða fólkið tók að íla

og vola og víla.

Mér vildi skýla

enginn, því við allt ég fór á svig.

 

Og þannig var ég gerður Grýla

af gremju kríla,

sem bara var í pólitík að príla

og kviðinn kýla,

en kaus að stíla

reikninginn á ríkissjóð og þig.

 

Read Full Post »

Guðspjall: Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: „Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Þú kannt boðorðin: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.“ Hinn svaraði honum: „Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.“ Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt sem þú átt og gef fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan og fylg mér.“ En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir. Þá leit Jesús í kring og sagði við lærisveina sína: „Hve torvelt verður þeim sem auðinn hafa að ganga inn í Guðs ríki.“ Lærisveinunum brá mjög við orð Jesú en hann sagði aftur við þá: „Börn, hve torvelt er að komast inn í Guðs ríki. Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki.“ En þeir urðu steini lostnir og sögðu sín á milli: „Hver getur þá orðið hólpinn?“ Jesús horfði á þá og sagði: „Menn hafa engin ráð til þessa en Guði er ekkert um megn.“ (Mrk 10.17-27)

Greed_0Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Í viðtalsbók Matthíasar Johannessen við Þórberg Þórðarson, Í kompaníi við allífið, segir meistari Þórbergur þessi merkilegu orð:

„Ég hef aldrei skilið hvað menn geta lagt mikið á sig af heimskulegu erfiði til þess að ávinna sér veraldarupphefðir sem þeim virðist ekki vera nein lífsnauðsyn að ná. […] (Þá fer) að langa eftir að safna auðæfum. Og þeir halda áfram að safna og safna og aldrei hafa þeir safnað svo miklu að þeim finnist þeir hafa efni á að segja: Nú er ég búinn að fá nóg. Þetta er eins og helgar bækur lýsa þorstanum í Helvíti.“

Þetta eru ansi mögnuð orð. Sérstaklega í ljósi þess að það er ekki ýkja langt síðan íslenskur athafnamaður, sem auðgast hafði mjög, var spurður í viðtali hvað væri nóg – og hann skildi ekki spurninguna. Orðið „nóg“ var ekki til fyrir honum. Það var ekkert til sem hét „nóg“. Og á honum mátti skilja að það væri lykillinn að velgengninni – að geta ekki fengið nóg.

Gróðafíkn

Það er til orð sem lýsir þeim ágalla … því andlega meini … að geta ekki fengið nóg af því sem veitir manni vellíðan, hvort sem það er venjulegt fíkniefni eða annað sem veitir sæluvímu, svo sem matur, fjárhættuspil eða upphefðin, virðingin og samfélagsstaðan sem því fylgir að vera vellauðugur.

Orðið er „fíkn“.

Þetta orð er allt of oft notað af ábyrgðarleysi og léttuð. Fólk segist jafnvel í gamni vera haldið fíkn í eitt og annað sem því finnst gott og gengisfellir þannig hugtakið – sjúkdóm sem eyðileggur líf og heilsu milljóna manna um heim allan. Fíkn er alltaf eyðileggjandi afl. Fíknin heltekur fíkilinn svo allt annað situr á hakanum. Hún leggur líf hans og ástvina hans undir sig og er svakalegt samfélagsmein.

Það gerir engan að súrefnisfíkli að geta ekki án súrefnis verið. Það gerir engan að súkkulaðifíkli að finnast gott að fá sér konfektmola. Þegar önnur næring er sniðgengin og fíkillinn á birgðir af súkkulaði á leyndum stöðum, þá er ástandið orðið sjúkt.

Þórbergur segir þetta vera eins og helgar bækur lýsi þorstanum í Helvíti. Ég vil leyfa mér að taka dýpra í árinni: Þetta er helvíti.

Eilífðin er núna

Guðs ríki er nefnilega ekki einhver verðlaun sem bíða okkar á himnum að jarðlífinu loknu ef við erum nógu þæg og hlýðin hérna megin grafarinnar og því ömurlegri sem jarðnesk tilvera okkar er, þeim mun meiri verði lúxusinn í himnaríki að henni yfirstaðinni. Guðs ríki er vissulega í eilífðinni. En okkur má ekki yfirsjást að eilífðin er hér og nú. Ef eilífiðin er allur tími er núið hluti hennar, annars væri gloppa í eilífðinni og hún ekki eilíf. Þegar við segjum „þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu“ í Faðirvorinu erum við því að segja „þitt er ríkið mátturinn og dýrðin hér og nú.“

En hvernig er þetta Guðs ríki?

Jesú er tíðrætt um Guðsríkið. Það er mun vinsælla umræðuefni hjá honum en andstæða þess: Helvíti.

„Guðs ríki er hið innra með yður,“ segir Jesús (Lúk 17.21). Þessa setningu er snúið að þýða á íslensku, enda væri jafn rétt að þýða hana „Guðs ríki er mitt á meðal ykkar,“ eins og stundum er gert. Hvort er rétt? Af hverju er þetta orðað svona óljóst; þannig að bæði megi skilja setninguna þannig að Guðs ríki sé eitthvað ástand í hjartanu á okkur og þannig að það sé eitthvað ástand í samfélagi okkar?

Sennilega af því að hann átti við hvort tveggja. Sennilega af því að annað getur ekki án hins verið, annað leiðir óhjákvæmilega af hinu og um leið til hins.

Ætli þekktustu orð Jesú um Guðs ríkið séu þó ekki í Faðirvorinu, svo aftur sé vitnað í það: „Til komi þitt ríki.“ Hvað á hann við? Þegar Jesús segir eitthvað sem erfitt er að skilja er ágætt ráð að lesa áfram. Oftar en ekki útskýrir hann það í næstu setningu á eftir. Og næsta setning á eftir er: „Verði þinn vilji.“ Guðs ríki er þannig Guðs vilji og Guðs vilji er að við elskum náunga okkar eins og okkur sjálf. Ekkert annað boðorð er því æðra. (Lúk 10.27 // Matt 22.37-39, Mark 12.30-31) Guðsríkið er kærleikssamfélagið mitt á meðal okkar hér og nú … ef við viljum.

Og inn í þetta Guðs ríki komast auðmenn ekki frekar en úlfaldi í gegnum nálarauga, segir Jesús við okkur í guðspjalli dagsins.

Súrrealískt myndmál

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um þetta furðulega, nánast súrrealíska myndmál. Bent hefur verið á að í nýrri handritum stendur ekki gríska orðið „kamilos“ sem merkir úlfaldi heldur „kamelos“ sem merkir reipi. Og á aremeísku, móðurmáli Jesú, merkir orðið „gamla“ bæði „reipi“ og „úlfaldi“, sennilega vegna þess að reipi voru alla jafna úr úfaldahári. Jesús gæti því hafa verið að tala um að þræða nál með kaðli – sem er ekki alveg eins langsótt.

En hvort það var reipi eða úlfaldi skiptir ekki öllu máli. Hvort tveggja er jafnómögulegt. Hvorugu kemur maður í gegnum nálarauga.

Hvað þýðir þetta? Er Guðs ríki þá alræði öreiganna þar sem allar veraldlegar eignir kalla yfir mann útskúfun? Þar sem hverjum þeim, sem leyfir sér að hafa eitthvað meira umleikis en brýnustu lífsnauðsyn ber til, er samstundis varpað út í ystu myrkur þar sem er grátur og gnístran tanna?

Það er að mínum dómi fullharkaleg túlkun þessara orða. Takið eftir því að lesturinn endar á orðunum „Guði er ekkert um megn.“ Hann getur því þrætt nál með kaðli … eða úlfalda ef því er að skipta.

Maður og Mammon

Jesús talar ekki mikið um peninga. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er“ (Mark 12.17 // Matt 22.21, Lúk 20.25) segir hann og þekkt er einnig sagan um eyri ekkjunnar þar sem framlag fátækrar ekkju er sögð stærri gjöf en fjáraustur auðmannanna því eyririnn var öll lífsbjörg hennar en hinir gáfu lítinn hluta allsnægta sinna (Mark 12.41-44 // Lúk 21.1-4), saga sem auðvitað er lítið annað en bíblíuleg röksemdafærsla fyrir hátekjuskatti.

En Jesús segir sögu um mann nokkurn sem fer úr landi og felur þjónum sínum eigur sínar, einum fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, „hverjum eftir hæfni“ segir þar (Matt 25.15). Sagan er ekki um peninga heldur um Guðs gjafir, sem enn í dag eru kenndar við þennan forna gjaldmiðil á mörgum þjóðtungum og kallaðar „talent“. En til að dæmisagan gangi upp þurfum við samt að sætta okkur við að eðilegt sé að fólki sé skammtað „eftir hæfni“ – upp að því marki að ójöfnuðurinn verði ekki slíkur að einn líði skort á meðan annar lendir í helgreipum Mammons.

Þetta snýst nefnilega miklu frekar um samband okkar við Mammon. Þeir sem gert hafa Mammon að húsbónda sínum og hlýða aðeins boðum hans, þeir eru ekki í Guðsríkinu og eiga enga leið þangað inn. Enginn getur þjónað tveimur herrum, Guði og Mammon. Hví skyldi einhver sem tilheyrir vellauðugasta hundraðshluta þjóðarinnar vilja samfélag jöfnuðar og samhjálpar? Hvað er í því fyrir hann? Það er hreint guðlast fyrir þeim sem aðeins hlýða æðsta boðorði Mammons: „Græðgi er góð.“

Hlutverk Mammons

Til hvers eru peningar? Eru þeir hreyfiafl til góðs? Eru þeir til að tryggja velferð samfélagsins, byggja upp grunnstoðir þess, efla heilbrigðiskerfi, menntun, mannúð? Eru þeir til að við getum tekið á móti fólki sem hættir lífi sínu til að flýja ómennskar kringumstæður í von um að búa börnum sínum betra líf eða sjáum við ofsjónum yfir að nota þá í slíkt? Eru þeir til að hjálpa þeim meðal okkar sem örlögin hafa leikið þannig að þeir þurfa framfærslu samfélagsins til að líða ekki neyð eða erum við, sem verðum þess vör að slíkt er rauveruleiki í samfélagi okkar, bara geðveik eins og áhrifamenn hafa fullyrt? Eiga peningar að auka á  jöfnuð og samkennd í samfélaginu eða eiga þeir að skapa hér tvær þjóðir sem búa við sitt hvorn raunveruleikann? Einn fyrir almenning og annan þar sem tíföld árslaun meðalíslendingsins eru fjárhæð sem „engu máli skiptir“?

Við ættum að velta þessu alvarlega fyrir okkur, því senn tökum við afdrifaríka ákvörðun um það hvernig samfélag við viljum byggja hér á þessari eyju, hvaða gildi við viljum að ráði ferðinni. Þá ákvörðun tökum við þegar við veljum fólk til að stýra þessari uppbyggingu.

Þeir Mammon og Bakkus eiga það nefnilega sameiginlegt að vera góðir þjónar en afleitir húsbændur. Þeir sem fela sjóði á aflandseyjum og í skattaskjólum – eins og alkóhólisti vodkaflösku í sokkaskúffunni eða vatnskassanum á salerninu – eru á vondum stað, þaðan sem leiðin til kærleikssamfélagsins liggur í gegnum nálarauga.

Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 15. október 2017

Read Full Post »

Guðspjall: Þess vegna segi ég yður: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið. Hverjum sem mælir gegn Mannssyninum verður það fyrirgefið en þeim sem mælir gegn heilögum anda verður ekki fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum komanda. Annaðhvort er tréð gott og ávöxturinn góður eða tréð vont og ávöxturinn vondur. Því af ávextinum þekkist tréð. Þér nöðrukyn, hvernig getið þér, sem eruð vond, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla. Því af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða.“ (Matt 12.31-37)

krútt jesúsNáð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Við erum bombarderuð með erfiðum og óþægilegum ritningartextum nú í haustbyrjun. Hinn sæti og góði Krútt-Jesús, sem er vinur allra og börn og dýr laðast að eins og Disney-prinsessu, er víðs fjarri, en þess í stað birtist okkur tannhvass og óbilgjarn Jesús sem veigrar sér ekki við því að formæla heilu borgunum og – eins og tilfellið er í dag – einfaldlega lýsa því yfir að sumir eigi enga fyrirgefningu í vændum, hvorki í þessum heimi né þeim næsta. Texti Matteusar, sem við heyrðum áðan, á sér hliðstæðu í Markúsarguðspjalli þar sem Jesús segir:

„Sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd.“ (Mark 3.29)

Þetta er ansi harkalegt. Engin fyrirgefning. Eilíf synd sem aldrei að eilífu fyrnist.

Og hvað er svona harkalegt við að lastmæla gegn heilögum anda? Það má bölva Guði og Jesú fram og til baka, en þegar kemur að heilögum anda er eins gott að gæta tungu sinnar. Af hverju er Guð svona miklu viðkvæmari fyrir þessum þriðjungi sjálfs sín en hinum pörtunum; föðurnum og syninum?

Hvað er svona sérstakt við heilagan anda?

Heilagur andi

Það er kannski vafasamt að skilja orð Jesú í ljósi þrenningarkenninga kirkjunnar, sem hafði ekki verið stofnuð þegar þau voru sögð og tók reyndar ekki að móta skilning sinn á hinum þríeina Guði – föður, syni og heilögum anda – fyrr en þremur til fjórum öldum síðar, en mig langar samt að reyna það, upp að því marki sem ég skil hann. Samkvæmt kenningum kirkjunnar er þrenningarlærdómurinn reyndar óskiljanlegur í eðli sínu, þannig að ef ég þættist skilja hann til fullnustu og reyndi að útskýra hann fyrir ykkur væri ég samkvæmt kenningunni sjálfri sjálfkrafa farinn að boða villutrú, hvað sem ég segði.

krossmarkEn þegar ég útskýri fyrir börnum að krossinn okkar teikni upp þrenninguna eins og ég skil hana, að ég bendi upp til himins þegar ég segi að við trúum á Guð á himni, að ég dreg línu niður til jarðarinnar þegar ég segi að við trúum á Guð á jörðu og að ég dreg lárétta línu frá manni til manns þegar ég segi að við trúum á Guð í hjörtum allra manna – og að við köllum Guð á himni „Guð föður“, Guð sem kom til jarðarinnar, Jesú Krist, „son“ og Guð í hjörtum allra manna „heilagan anda“ og að það sé allt einn og sami guðinn sem er kærleikur – þá finnst þeim það ekkert mjög ruglingslegt. Það síðar á lífsleiðinni sem þetta fer að standa í okkur.

Guð í hjörtum allra manna. Heilagur andi. Eða eins og skáldið Steingrímur Thorsteinsson orðaði það: „Guð í sjálfum þér.“

Guð að verki

Enda er talað um heilagan anda í sérstöku samhengi. Heilagur andi kom yfir lærisveinana og þeir fóru að flytja fagnaðarerindið á tungum sem þeir kunnu ekki og allir skildu þá. (Post 2.4) Matteus segir frá því að áður en Jósef og María náðu saman hafi hún orðið þunguð af heilögum anda. (Matt 1.18) Jóhannes skírari segir að Jesús muni skíra með heilögum anda. (Matt 3.11/Mark 1.8) Og þegar barn er skírt þá biðjum við Guð að gefa því heilagan anda til að vekja og glæða allt gott sem hann hefur fólgið í sálu þess. Þannig er eins og Guð sái kærleikanum í hjörtu okkar en það sé heilagur andi sem láti hann blómstra og dafna. Enda er það svo að þegar Jesús kenndi okkur Faðirvorið og hvatti okkur til að biðja til Guðs lofaði hann okkur aldrei að allar okkar bænir myndu rætast, hann lofaði því að Guð myndi senda okkur heilagan anda. (Lúk 11.13)

Í klassískri upphafsbæn er Guð ávarpaður: „Þú, Guð faðir, skapari minn. Þú, Drottinn Jesús, frelsari minn. Þú, heilagi andi, huggari minn.“

Heilagur andi semsagt vekur og glæðir hið góða í sálum okkar, hann huggar okkur, hann gefur okkur vit og kjark og styrk til að tala máli ljóssins og lífsins og er almennt eins og drifkraftur okkar við að koma góðu til leiðar. Þar sem Guð er að verki, þar sem kærleikurinn er að störfum, þar sem það besta sem Guð hefur fólgið í hjörtum okkar og sálum blómstrar og dafnar, þar er heilagur andi á ferðinni.

Guð er sólin. Heilagur andi er sólskinið.

Samfélagslega víddin

Heilagur andi er þannig á vissan hátt hin samfélagslega vídd guðdómsins. Prestum er uppálagt að enda prédikanir sínar á postullegri blessun sem lýkur með orðunum: „Samfélag heilags anda sé með ykkur öllum.“

Samfélag heilags anda. Kærleikssamfélagið. Samfélagið þar sem við gætum hvert annars, höldum hvert utan um annað og komum fram við okkar minnstu bræður og systur eins og þar sé frelsari okkar á ferðinni – sem hann er … það er samfélag heilags anda.

Hitt sem við verðum að skilja er hvað í því felst að lastmæla. Íslenska orðið hefur töluvert veikari merkingu en frummálið ef maður skilur það bókstaflega, aðeins að mæla last. Gríska sögnin sem þarna er á bak við er blasfemeo[1]. Feme merkir að tala, en fyrri hlutinn sem myndaður er af sögninni blapto, merkir ekki að lasta heldur meiða, særa, skaða. Að láta út úr sér eitthvað niðrandi muldur sem engin áhrif hefur er þannig ekki að lastmæla. Bölv og ragn sem hefur sömu áhrif og að skvetta vatni á gæs er ekki að lastmæla. Það er ekki fyrr en þú ert farinn að meiða og skaða kærleikssamfélagið með því sem þú hefur til málanna að leggja – eða með því sem þú lætur það ógert að leggja til málanna – sem þú ert orðinn sekur um lastmæli gegn heilögum anda.

Og það verður þér aldrei fyrirgefið. Það er eilífur glæpur gegn öllu sem gott er og fallegt. Jesús segir það.

Jesús er nefnilega ekki þetta krútt sem sumir vilja hafa hann. Hann er alveg með það á hreinu að það er hægt að fyrirgera sáluhjálp sinni. Að það er of seint að iðrast eftir dauðann.

Uppskriftin að kærleikssamfélaginu

Í 25. kafla Matteusarguðspjalls er þessi gullna setning höfð eftir honum:

„Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ (Matt 25.40)

Það er freistandi að hætta að lesa þar, en næsta setning er:

„Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans.“ (Matt 25.41)

Og af hverju fá þeir til vinstri handarinnar svona kaldar kveðjur … eða heitar, eftir því hvernig á það er litið? Jú, af því að niðurlagið er:

„Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ (Matt 25.45)

En hvað var það sem hinir réttlátu, hinir sáluhólpnu, gerðu en hinir létu ógert? Jesús segir það:

„… hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ (Matt 25.35-36)

Með öðrum orðum: Hann gaf okkur uppskriftina að kærleikssamfélaginu, samfélagi heilags anda.

Mig langar að staldra við eitt orð í þessari uppskrift: „Gestur“. Aftur er þýðingin nefnilega að þvælast fyrir okkur. Gríska orðið sem þarna er á bak við er „xenos“. Það getur vissulega þýtt gestur … en það þýðir í raun aðkomumaður, einhver sem tilheyrir ekki samfélaginu heldur er utanaðkomandi, það merkir gjarnan útlendingur. Það er ekki notað um vini og kunningja sem kíkja í kaffi. Orðið xenos þekkjum við kannski helst sem hluta alþjóðlega orðsins xenophobia: Útlendingahatur.

Kristin trú og gildi

Kærleikssamfélagið tekur aðkomufólki opnum örmum og hýsir það. Og það er því miður eitur í beinum sorglega margra. Sorglegast er þó auðvitað þegar höfuðið er bitið af skömminni með því að lastmæla gegn heilögum anda í Jesú nafni.

Nú í vikunni birtist til að mynda viðtal við unga konu sem hefur í hyggju að gefa kost á sér í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir flokk sem hefur einna helst markað sér sérstöðu fyrir að leggjast hart gegn innflytjendum og múslimum. Spurð út í þau mál svarar hún einfaldlega: „Flokkurinn styður kristna trú og gildi.“

Sá sem stendur í þeirri meiningu að við verndum kristindóminn með því að hýsa ekki aðkomufólk hefur sennilega ekki lesið 25. kafla Matteusarguðspjalls þar sem Jesús segir berum orðum við hina glötuðu til að útskýra fyrir þeim með hvaða hætti þeir fyrirgerðu sáluhjálp sinni: „… gestur var ég …“ semsagt aðkomumaður eða útlendingur „… en þér hýstuð mig ekki“ (Matt 25.43).

Þetta er sáraeinfalt: Við styðjum ekki kristna trú og gildi – samfélag heilags anda – með því að snúa baki við grunngildum kristindómsins. Nákvæmlega þannig drepum við það.

Og það er ófyrirgefanlegt.

En örvæntum ekki. Það er í okkar valdi að koma í veg fyrir að þetta tal og þessi viðhorf eyðileggi og skaði kærleikssamfélagið sem kristið fólk leitast við í vanmætti sínum að viðhalda. Látum óttann og heimskuna ekki spilla okkur. Verum óhrædd. Klæðumst hertygjum ljóssins. Biðjum Guð að gefa okkur heilagan anda að vekja og glæða hið góða sem hann hefur fólgið í sálum okkar, heilagan anda að gefa okkur vit og kjark til að tala máli sannleikans og náungakærleikans.

Það er nefnilega í okkar valdi hvort ótti og heimska sem gera vart við sig í samfélagi okkar séu bara það, ótti og heimska, eða hvort við leyfum óttanum og heimskunni að skaða samfélagið og verða þannig að eilífri, ófyrirgefanlegri synd.

Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 3. september 2017

[1] Notað af Markúsi.

Read Full Post »

My loved one had a vineyard on a fertile hillside. He dug it up and cleared it of stones and planted it with the choicest vines. He built a watchtower in it and cut out a winepress as well. Then he looked for a crop of good grapes, but it yielded only bad fruit. “Now you dwellers in Jerusalem and people of Judah, judge between me and my vineyard. What more could have been done for my vineyard than I have done for it? When I looked for good grapes, why did it yield only bad? Now I will tell you what I am going to do to my vineyard: I will take away its hedge, and it will be destroyed; I will break down its wall, and it will be trampled. I will make and briers and thorns will grow there. I will command the clouds not to rain on it.” The vineyard of the Lord Almighty is the nation of Israel, and the people of Judah are the vines he delighted in. And he looked for justice, but saw bloodshed; for righteousness, but heard cries of distress. (Isaiah 5.1-7)

“To what can I compare this generation? They are like children sitting in the marketplaces and calling out to others: “We played the pipe for you, and you did not dance; we sang a dirge, and you did not mourn.“ For John came neither eating nor drinking, and they say, ‘He has a demon.’ The Son of Man came eating and drinking, and they say, ‘Here is a glutton and a drunkard, a friend of tax collectors and sinners.’ But wisdom is proved right by her deeds.” Then Jesus began to denounce the towns in which most of his miracles had been performed, because they did not repent. “Woe to you, Chorazin! Woe to you, Bethsaida! For if the miracles that were performed in you had been performed in Tyre and Sidon, they would have repented long ago in sackcloth and ashes. But I tell you, it will be more bearable for Tyre and Sidon on the day of judgment than for you. And you, Capernaum, will you be lifted to the heavens? No, you will go down to Hades. For if the miracles that were performed in you had been performed in Sodom, it would have remained to this day. But I tell you that it will be more bearable for Sodom on the day of judgment than for you.” (Matthew 11.16-24)

Grace be with you and peace from God the father and the Lord Jesus Christ. Amen.

One of the funniest comedy sketches I have ever seen has British comedians David Mitchell and Robert Webb playing two German soldiers on the eastern front close to the end of WWII. To be exact, they‘re SS troopers, dressed in black and carrying the SS skull symbol on their caps.

8ubGFLtOne of them asks the other: „Hans. Do you think perhaps we may be the baddies?“

Hans doubts that. „How can you think such nonsense,“ he asks. „Have you  been listening to the enemy‘s propaganda again? Of course they say we are the baddies.“

The first one answers: „The allies did not design our uniforms, Hans. Why do we have skulls as our symbol? What do you connect with skulls? When have the good guys ever adorned themselves with skulls?“

Then they discuss this back and forth until the horrible realization dawns upon them: They‘re not the good guys – they are in fact the baddies.

Besides how far-fetched and absurd it is that characters like these would have this conversation at this time and place this is also funny because it is true. Everybody thinks they‘re the good guys.

The higher purpose of evil

Very few people follow a cause they believe to be wrong and bad. All the greatest villains of history were convinced they were doing the right thing, doing their country and people good. That the genocides, mass murders, executions and persecutions were an evil necessity for their glorious vision to be realized. That in the end what would be gained would be worth more than what was sacrificed to obtain it. That they would be remembered for the great result, not the horrors that paved the way.

Hitler, Stalin, Mao Tse Tung, Pol Pot … this is by no means a complete list, just the first four names that sprung to my mind … none of them made the decision to bring their country to its knees, but all of them did – some to a greater extent than others. Nobody intends to be bad.

I was once on a radio interview where I called the present president of the United States a fascist. In return I was asked how I could call him a fascist. Wasn‘t he just a man who wished the best for his people? … as if what defines a fascist was wanting bad things for his or her own nation. What makes someone a fascist is not whether or not he or she defines himself or herself as a good guy or a baddie, but the method with which he or she proposes to do good according to his or her own definition of what that entails. The problem is that no one has ever succeeded. All attempts to create a fascist utopia have only resulted in hell on earth. This is because the end never justifies the means. The conclusion is always the legitimate offspring of the methods with which it was reached.

Maybe it is therefore that Láki the goblin (a character in a classic, Icelandic children‘s book) is in my opinion one of the most horrible villains in literature. Simply because his wickedness has no higher purpose, he only does evil for his own entertainment. „Being bad is fun,“ is his motto. Not even Hitler and Stalin commited their atrocities because they thought being bad was fun.

They thought they were the good guys.

But they were wrong.

Justifying one self

Today‘s readings from the Bible are not pretty. They are curses upon those who thought they were the good guys but were wrong. Isaiah speaks on the behalf of a God that is going to tear down the vineyard he loves, which is the people who say they believe in him and probably believe themselves to truthfully and faithfully obey his will in everything. But God is going to destroy this vineyard because he „looked for justice, but saw bloodshed; for righteousness, but heard cries of distress.“

And Jesus tells the people of Capernaum that they will literally go to hell, down to Hades. That it  will be more bearable for Sodom on the day of judgment than for them. This is not a cozy message.

Jesus had worked in Capernaum, resided there and healed the sick (Matthew 4.12; Mark 2.1, Luke 4.23; 4.31-44; 7.1-10). This curse is usually not considered to stem from the townspeople‘s lack of will to accept faith but from their arrogance. The reason Jesus mentions that the city will not be lifted into heaven is thought to have been that the townspeople believed it would be. There would be no reason to state this if nobody had claimed the opposite. Jesus sees no reason to mention that other cities won‘t either be lifted into heaven. Probably there was no such misunderstanding that needed to be corrected.

The imagery here is based on the book of the prophet Isaiah (14.13-15). The fate of Capernaum will be the same as the emperor‘s of Babylon. In the fourteenth chapter the emperor says to himself: „I will ascend to the heavens“ (14.13). But what happens? Two verses later he is „brought down to the realm of the dead, to the depths of the pit“ (14.15). The gospel‘s text is a very typical prophetic curse in the style of the Old Testament. The messasege is that „pride goes before destruction, and a haughty spirit before a fall“ (Proverbs 16.18).

As a sidenote it may be added that Capernaum was a harbor town on the northern shore of Lake Geneserath. It went into ruins in the 11th century. If Jesus‘ words are to be understood as a prophecy then it took a thousand years for it to come true.

The waring signals

But now we have a problem. We, who wish to be the good guys, how can we be sure we are if we would also believe we were even if we in fact were the baddies? Aren‘t there some warning signals, some red lights to which we could be alert?

Of course there are. And it is very important that we keep our ears and eyes open for them. Here, for instance, is one warning signal for which we should constantly be on the lookout:

If you are somewhere with a group of your peers and suddenly they start waving flags that can only be linked with mass murders, genocides, torture and the dehumanization of entire races of people for the financial benefit of rich, white males – i.e. swastikas and confederate flags – and they start chanting slogans about white supremacy and against Jews and muslims … and you don‘t leave the party but still feel you‘re surrounded by peers and you start participating in these activities with them … then you are not a good guy – no matter how convinced you may be otherwise.

charlottesvilleThis of course is so obvious that everybody understands it exept for the president of the United States. But exactly because the most powerful man in the world appears to be less sensible than comic characters in an absurd comedy sketch about nazis it is so important that the rest of us aren‘t. That we keep our heads clear. That we accept facts and don‘t make up our own.

Simple truths

Vaccines save lifes. The moon landing was not a hoax. The holocaust happened. The earth is not flat. Nazis are not the good guys.

It is of course horrible that in the year 2017 there is reason to reitirate such simple truths. But since there is reason to it is vital that we do.

Because God still asks us the same questions he asked the people of Judah in the days of the prophet Isaiah: „Do I see justice or do I see bloodshed? Do I hear righteousness or do I hear cries of distress?“ The answers to these questions determine wheter we shall be in heaven or in hell.

Or rather: The answers define whether we are in heaven or hell.

Because it is within our power to live in heaven on earth – as it is within our power to make this earth a living hell.

Glory to the father and the son and the holy spirit. As it was in the beginning, so it shall be for ages and ages. Amen.

A sermon given in Laugarnes church in Reykjavík august 20th 2017.

Read Full Post »

sacrifice-of-isaacLexía: Eftir þessa atburði reyndi Guð Abraham. Hann mælti til hans: „Abraham.“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ Hann sagði: „Tak þú son þinn, einkason þinn sem þú elskar, hann Ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum sem brennifórn á því fjalli sem ég mun vísa þér á.“ Árla morguns söðlaði Abraham asna sinn, tók með sér tvo af sveinum sínum og Ísak son sinn, klauf við til brennifórnar, lagði síðan af stað og hélt til þess staðar sem Guð hafði sagt honum. Á þriðja degi hóf Abraham upp augu sín og sá staðinn álengdar. Hann sagði við sveina sína: „Bíðið hérna hjá asnanum en við drengurinn munum ganga þangað upp eftir til að biðjast fyrir og komum svo til ykkar aftur.“ Abraham tók nú brennifórnarviðinn og lagði Ísak syni sínum á herðar en eldinn og hnífinn tók hann sér í hönd. Og þeir gengu báðir saman. Þá sagði Ísak við Abraham föður sinn: „Faðir minn.“ Og hann svaraði: „Hér er ég, sonur minn.“ Ísak mælti: „Hér er eldurinn og viðurinn. En hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar?“ Abraham svaraði: „Guð mun sjá sér fyrir sauð til brennifórnar, sonur minn.“ Og þeir gengu báðir saman. Nú komu þeir á staðinn sem Guð hafði talað um. Þar reisti Abraham altari, lagði viðinn á, batt Ísak son sinn og lagði hann á altarið ofan á viðinn. Þá tók Abraham hnífinn í hönd sér til þess að slátra syni sínum. En engill Drottins kallaði til hans af himni og mælti: „Abraham! Abraham!“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ Engillinn sagði: „Leggðu ekki hönd á sveininn og gerðu honum ekkert því að nú veit ég að þú óttast Guð. Þú hefur jafnvel ekki synjað mér um son þinn, einkason þinn.“ Þá hóf Abraham upp augu sín og sá hvar hrútur var fastur á hornunum í greinaþykkni. Fór hann þangað, tók hrútinn og fórnaði honum sem brennifórn í stað sonar síns. (1Mós 22.1-13)

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen.

„Fórn“ er hugtak sem við veltum ekki oft fyrir okkur. En vitum hvað það þýðir.

Við fórnum einu og öðru … en alltaf fyrir eitthvað. Við þekkjum hugtakið úr skák. Ef maður fórnar manni þá fær maður eitthvað í staðinn sem gerir það þess virði. Annars er það ekki fórn heldur bara afleikur. Þannig er fórn í sjálfu sér kaup kaups sem maður græðir alltaf á.

Kannski er það þegar við fórnum tíma okkar einna merkilegast í þessu samhengi. Hvenær fórnum við tíma okkar og hvenær erum við bara að eyða honum? Finnst okkur ekki jafnvel æskilegra að eyða tíma okkar? Við eyðum honum í eitthvað sem okkur finnst gaman en þegar við fórnum honum þá erum við að gera eitthvað annað, eitthvað sem okkur langar ekki til að gera – en í þeim tilgangi að maður sjálfur eða einhver annar fái eitthvað í staðinn. Fórn felur nefnilega alltaf í sér tilgang. Maður er í raun alltaf að kaupa eitthvað með því sem maður fórnar.

Fórnarkúltúr

Við búum ekki við ríkan fórnarkúltur, öfugt við forfeður okkar sem voru uppi í fornöld. Þar var fórnin grundvallaratriði í allri trúariðkun og þar með gangi samfélagsins. Eðlilegur gangur náttúrunnar, framvinda lífsins og jafnvel tilvist veraldarinnar – allt öryggi tilverunnar – var keypt af guðunum með fórnum.

Abraham, fyrsti forfaðir gyðinga – eða það tímabil í forsögu gyðinga sem er persónugert í honum, tímabilið þegar segja má að saga gyðinga sem þjóðar byrji – er talinn hafa verið uppi á 18. öld fyrir Krist eða þar um bil, rúmum 2.500 árum áður en Íslandssagan hefst eða fyrir 3800 árum.

Þannig má segja að á vissan hátt sé vafasamt að tala um Abraham sem gyðing, í merkingunni „gyðingtrúar“. Hvernig iðkar maður trú sem enginn hefur iðkað áður? Ég tala nú ekki um í fornöld, þúsöldum áður en hugmyndin um trú sem eitthvað persónulegt en ekki samfélags- eða menningarlegt fyrirbæri leit dagsins ljós.

Enda eru flestir fræðimenn á því máli að trú Abrahams megi frekar lýsa sem „eins Guðs tilbeiðslu“ en eiginlegri eingyðistrú eins og hún er skilgreind í dag, „mónólatríu“ fremur en „mónóþeisma“ ef það útskýrir eitthvað. Í því felst að tilvist annarra guða er ekki beinlínis hafnað en átrúnaðurinn og tilbeiðslan er öll bundin einum ákveðnum Guði. Í tilfelli Abrahams var það sennilega kanverski háguðinn El.

Og hér kemur það sem vantar til að við skiljum söguna um sonarfórn Abrahams: Kanverski háguðinn El var tilbeðinn með frumburðarfórnum.

Barnafórnir

Barnafórnir tíðkuðust víða á þessu menningarsvæði í fornöld, voru nánast viðtekin venja, til dæmis í Fönikíu og víðar. Við fornleifauppgröft í fönísku borginni Karþagó í Norður-Afríku hafa til að mynda fundist leifar mörghundruð barna, sem tekin voru af lífi við fórnarathafnir til dýrðar gyðjunni Tanít og guðinum Baal-Hammon.

Það er auðvelt að lesa lexíu dagsins og fyllast viðbjóði og hryllingi og réttlátri andúð á Guði. Ef maður hefur enga þekkingu á menningarlegum bakgrunni og sögulegu samhengi textans birtist í honum andstyggilegur Guð sem pínir fólk og platar það til að halda að hann vilji að maður myrði börnin sín til að þóknast honum.

En fyrir Abraham var Guð ekki að biðja um neitt óvenjulegt. Hann var aðeins að biðja hann að fylgja reglunum, gera eins og alltaf var gert, alltaf hafði verið gert, gera eins og hinir. Tryggja öryggi sitt. Og Abraham sagði já.

En það er þá sem undrið gerist. Hið óvenjulega. Hið glænýja.

Guð afþakkar fórnina.

Og tilbeiðslan varð ekki söm upp frá því.

Sagan er á vissan hátt fæðingarfrásögn hins miskunnsama Guðs; Guðs sem hefur þóknun á miskunnsemi en ekki sláturfórnum og á guðsþekkingu fremur en brennifórnum, svo vitnað sé í spámanninn Hósea (Hós 6.6), Guðs sem setur siðferðið ofar ritúalinu, hve erfitt sem menn hafa síðan átt með að skilja það sl. 4000 ár.

Tímamót

Sagan er þannig allegoría sögð skv. bókmenntalegum frásagnarreglum ritunartíma síns. Hún segir söguna af þeim merku tímamótum í þróun trúarbragða gyðinga þegar frumburðafórnirnar voru aflagðar, skref sem flestar grannþjóðir Ísraelsmanna stigu ekki fyrr en mörgum öldum síðar, sumar ekki fyrr en árþúsundum síðar.

Enda sjást þess merki. Gamla testamentið segir fráleitt sögu þjóðar sem aldrei villist af leið. Hvað eftir annað þarf Guð, með munni spámanna sinna, að halda reiðilestra yfir þjóðinni og konungum hennar og hóta öllu illu ef ekki sé látið af tilbeiðslu annarra Guða.

Í þessum frásögnum birtist hefnigjarn og hörundsár Guð, öfundsjúkur og eigingjarn; hégómlegur Guð sem verður sármóðgaður og reiður ef fólk vogar sér að tilbiðja aðra guði en hann – ef maður gerir enga tilraun til að skilja sögulegan bakgrunn og menningarlegt samhengi textans. Það sem Guð er að gagnrýna er nefnilega sannarlega viðurstyggilegt.

Spámaðurinn Jeremía segir til dæmis á einum stað: „Júdamenn hafa gert það sem illt er í augum mínum, segir Drottinn. Þeir hafa reist viðurstyggilegar guðamyndir sínar í húsinu, sem kennt er við nafn mitt, til þess að saurga það.“

Og við getum sagt: „Vá, einn viðkvæmur. Hvernig væri að slaka aðeins á?“

En hvernig heldur Jeremía áfram? Hann bætir við: „Þeir hafa reist Tófet-fórnarhæðir í Hinnomssonardal til þess að brenna syni sína og dætur í eldi.“ (Jer 7.30-31).

Helvíti fórnanna

Orðið „tófet“ er haft um fórnarstað þar sem börnum var fórnað í eldi. „Hinnómssonardalur“ sem spámaðurinn Jeremía nefnir hét á hebresku „Gehenna“; orð sem Jesús Kristur notar ítrekað í Nýja testamentinu í merkingunni „helvíti“. Sú líking er ekki úr lausu lofti dregin.

Í fornöld var algengt að ríki tryggðu sér friðsamleg samskipti við voldugri grannríki með því að tileinka sér trúariðkun þeirra og þrátt fyrir gorgeirinn um Ísrael, sem víða má finna í Gamla testamentinu enda hlutar þess skrifaðir gagngert í pólitískum tilgangi, verður að segjast eins og er að Ísrael var aldrei voldugt ríki. Sagan sem Gamla testamentið segir er enda saga af ríki sem fyrst var að hluta til sigrað af Assýringum, síðan af Babýlóníumönnum uns það var undir hælnum á Persum allt þangað til Grikkir lögðu það undir sig og loks – þegar komið er að tíma Nýja testamentisins – Rómverjar. Gamla testamentið geymir vitnisburð um það að átrúnaðurinn villist af leið, hugsanlega til að ögra ekki voldugum grannþjóðum eins og Föníkumönnum. Til að tryggja öryggi sitt.

Við höfum haldið áfram að villast af leið. Kirkjan hefur sett ritúöl sín og siði ofar mannúð og kærleika. Um það eru of mörg alþekkt dæmi til að ástæða sé til að tilgreina einhver sérstök. Og íslenska þjóðkirkjan hefur líka dregið á eftir sér lappirnar þegar kemur að sjálfsögðum réttlætismálum.

En við skulum hafa í huga þegar hjáguðadýrkunin er fordæmd í Gamla testamentinu að þar er ekki einhver ofurviðkvæmni í Guði á ferð. Hann er að argast út í að það sé verið að slátra börnum.

Það skiptir nefnilega máli hverju maður trúir.

Mannfórnir samtímans

En hvað kemur þetta okkur við? Það er ekki eins og við séum að stunda mannfórnir í þágu trúarinnar.

Það er vissulega rétt. Við fórnum ekki fólki fyrir það sem við trúum á. En það er ekki þar með sagt að við fórnum ekki fólki. Því það gerum við.

Kannski mætti snúa þessu við og segja: „Það sem við erum reiðubúin til að fórna fólki fyrir er það sem við trúum á – í raun.“

Fyrir hvað fórnum við fólki?

Við vitum að fjársvelt heilbrigðiskerfi kostar mannslíf. Það er engin leið að líta fram hjá því. Við vitum að umferðarslys kosta mannslíf og að í fjársveltu vegakerfi er meiri hætta á umferðarslysum. Við vitum að við stórframkvæmdir verða banaslys, það er beinlínis tekið með í reikninginn. Þar erum við bókstaflega að tala um kalkúleraðar mannfórnir. En við teljum það þess virði í þágu efnahagslegs öryggis okkar; hagvaxtar og ríkisfjármála.

Eigum við að nefna flóttamannavandann? Eigum við að láta eins og við vitum ekki að stefna vesturlanda í þeim efnum kostar mannslíf? Að fólk hættir lífi sínu í að komast yfir Miðjarðarhafið á hriplekum manndrápsfleyjum og borgar fyrir það margfalt það verð sem flugmiði á milli landanna myndi kosta – ef flugfélögum væri leyft að selja því þá?

Í þágu hvers er þeim mannslífum fórnað? Vestrænna hagkerfa? Menningarlegrar einsleitni? Í þágu ótta okkar við breytta heimsmynd og þá sem eru framandi og öðruvísi en við? Í þágu öryggis okkar?

Og enn þann dag í dag etja þjóðir börnum sínum í stríð. Í þágu … þjóðarhagsmuna; öryggishagsmuna.

Við þurfum ekkert að láta eins og massífar mannfórnir séu ekki iðkaðar skipulega og yfirvegað í samtíma okkar. En því fólki er ekki fórnað á altari Guðs. Ekki lengur.

Rétt eins og áður er því er fórnað til að tryggja öryggi okkar. Því er fórnað í þágu óttans um öryggi okkar, fjárhagslegt, félagslegt og menningarlegt.

Og enn segir Guð, rétt eins og fyrir 3800 árum: „Nei! Ekki!“

Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er enn og verður um aldir alda. Amen.

Prédikun flutt í Laugarneskirkju 2. apríl 2017

Read Full Post »

Older Posts »