Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for nóvember, 2012

Leifur djöfull og Lalli

lögðu mig í einelti í skóla.

Ég var barinn á hverju balli,

brókaður, látinn góla,

hrakyrtur, spottaður, hæddur,

hrópandi úr buxunum klæddur.

Ég vildi að ég væri ekki fæddur

svona voðaleg kveif

árin sem ég var alltaf hræddur

við ófétin Lalla og Leif.

 

En nú er ég eldri að árum

og ekki lengur í sárum,

framámaður á Fróni

og flestir virða mig,

en Leifur er lassaróni

og Lalli hengdi sig.

 

Kannski er ekki alltaf klippt og skorið

hverjum er bjartast bernskuvorið.

Read Full Post »